Gleðilegan bjórdag

March 1, 2023
Samtök íslenskra handverskbrugghúsa óska öllum landsmönnum til hamingju með bjórdaginn en það var 1. mars. 1989 sem sala á bjór var leyfð aftur á Íslandi eftir bjórsölubann sem stóð í 74 ára 🍻
Í dag, á fyrstu bjórdagshátíð SÍHB, voru í fyrsta sinn veitt Heiðursverðlaun SÍHB og það var hún Agnes Anna SigurðardóttIr, bjórvinur, frumkvöðull, eigandi og stofnandi Kalda bruggsmiðjunnar í Árskógssandi sem hlaut heiðursverðlaun SÍHB 2023. Óskum við Agnesi innilega til hamingju með verðlaunin um leið og við þökkum henni innilega fyrir sitt veigamikla framlag til bjórmenningar og þróunar á Íslandi.
Í fleiri jákvæðum fréttum þá er það svo að aðilum í Samtökum íslenkra handverksbrugghúsa hefur fjölgað og eru nú aðildarbrugghúsin orðinn 26 talsins en nýjustu meðlimir samtakana eru Mývatn Öl ( Mývatn ), Galdur brugghús ( Hólmavík ) og Lady Brewery ( Reykjavík )