Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa

Stofnuð 2018

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa voru stofnuð  í mars 2018 og við stofnun voru aðildar félagar að samtökunum 21 brugghús sem dreifast um allt land. Um er að ræða smærri áfengisframleiðendur á Íslandi sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum. Hvert um sig framleiðir á bilinu nokkur hundruð til eina milljón lítra á ári. Fyrsti formaður samtakanna var Sigurður Snorrason hjá Rvk. Brewing Co.

Við stofnun voru helstu markmið samtakana að standa vörð um hagsmuni handverksbrugghúsa, að hér á landi yrði smærri áfengisframleiðendum veittur afsláttur af áfengisgjaldi í samræmi við venjur og heimildir úr Evrópusambandinu, að framleiðendur fengju að selja framleiðslu sína beint til almennings út úr verksmiðju sinni eins og tíðkast í öðrum Norðurlöndum þar sem ríkið hefur einkaleyfi á áfengissölu og samtökin vilja standa vörð um aðgengi handverksbrugghúsa með vörur sínar á bari og í verslanir ÁTVR.

Aðilar að Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa við stofnun voru:

  • Austri brugghús Egilsstaðir
  • Bastard / brewpub Reykjavík
  • Beljandi brugghús Breiðdalsvík
  • Bjórsetur Íslands Hólar í Hjaltadal
  • The Brothers Brewery Vestmannaeyjum
  • Brugghús Steðja Borgarnes dreifbýli
  • Brugghúsið Draugr Hvalfirði
  • Bruggsmiðjan / Kaldi Árskógssandi
  • Bryggjan Brugghús Reykjavík
  • Dokkan brugghús Ísafirði
  • Eimverk distillery Garðabæ
  • Gæðingur Skagafirði
  • Húsavík Öl Húsavík
  • Jón Ríki brewery & restaurant Höfn í Hornafirði
  • Malbygg Reykjavík
  • RVK Brewing Co. Reykjavík
  • Segull 67 brewery Siglufirði
  • Smiðjan brugghús Vík í Mýrdal
  • Ægir brugghús Reykjavík
  • Ölverk Hveragerði
  • Ölvisholt brugghús Selfoss dreifbýli

Allt frá stofnun samtakana hafa þau ítrekað reynt að koma þessum þremur helstu stefnumálum í gegn hjá stjórnvöldum en mikil tímamót urðu 1. júlí 2022 þegar að íslenskir smáframleiðendur fengu loksins að selja sínar beint frá framleiðslustað. En einnig er ýmis teikn um það að annað baráttumál samtakana gæti náð fram á þingi fyrir áramótin 2023-24.

Í dag eru 26 framleiðendur víðsvegar um landið í samtökunum en samtökin gefa meðal annars út árlegt bjórkort þar sem að allir framleiðendur eru upplistaðir. Hér má nálgast útgáfu af því bjórkorti.