Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa

Hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðanda á Íslandi sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum.

https://handverksbrugghus.is/wp-content/uploads/2022/01/stjórn2021-1.jpg

Stjórn skipa Ólafur S.K. Þorvaldz, Jóhann Guðmundsson, Laufey Sif Lárusdóttir (Formaður), Haraldur Þorkelsson (Gjaldkeri) og Sigurður P. Snorrason.

Samtökin voru stofnuð árið 2018 af 18 handverksbrugghúsum en í dag eru alls 25 brugghús, sem staðsett eru vítt og breitt um allt land. Helsta markmið samtakanna að stuðla að bættu rekstrarumhverfi minni brugghúsa.

Allt frá stofnun hafa samtökin staðið vörð um hagsmuni handverksbrugghúsa með því að fylgja eftir nokkrum mikilvægum málum. Þar hafi mest áhersla verið lögð á að framleiðendur fái leyfi til þess að selja framleiðslu sína beint til almennings út úr verksmiðju sinni, líkt og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Einnig hafa samtökin beiti sér fyrir því að smærri áfengisframleiðendum verði veittur afsláttur af áfengisgjaldi í samræmi við venjur og heimildir Evrópusambandsins. Að síðustu vilji samtökin standa vörð um aðgengi og auka enn frekar framboð vara frá handverksbrugghúsum á börum og veitingastöðum landsins, sem og í verslunum ÁTVR.