Greinin birtist á veitingageiranum
Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa halda sína fyrstu bjór og brugghátíð í samstarfi við Bryggjuna Brugghús á Menningarnótt. Hátíðin fer fram úti á bryggjunni og taka 11 handverksbrugghús þátt í þetta sinn og kynna sig og sínar vörur fyrir gestum og gangandi.
Frítt er inn á hátíðina og gefst gestum tækifæri á að versla beint af hverju brugghúsi en auk þess verður hægt að kaupa klippikort í takmörkuðu upplagi og með því fylgir sérmerkt glas. Klippikortið veitir frítt smakk frá hverju brugghúsi. Það fæst hérna.
Þátttakendur eru:
Bryggjan Brugghús
Bastard Brew and Food
Beljandi
Bruggsmiðjan Kaldi
Dokkan Brugghús
Eimverk Distillery
Gæðingur
Malbygg
RVK Brewing Co.
The Brothers Brewery
Ægir Brugghús
Ekki láta þetta tækifæri til að kynnast íslensku handverki framhjá þér fara.
Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa
Yfirlitskort af handverksbrugghúsum á Íslandi
Um Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa
Í febrúar 2018 komu eigendur íslenskra handverksbrugghúsa saman og stofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, á ensku Independent Craft Brewers of Iceland. Samtök þessi eru hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðanda á Íslandi, sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum. Í samtökunum eru nú 21 handverksbrugghús um land allt.
Myndir: facebook / Samtök íslenskra handverksbrugghúsa