Tíu brugghús komin með leyfi

August 8, 2022

Greinin birtist áður á mbl.is
Lauf­ey Sif Lár­us­dótt­ir, formaður Sam­taka ís­lenskra hand­verks­brugg­húsa, seg­ir um það bil tíu hand­verks­brugg­hús kom­in með leyfi frá sýslu­manni til að selja eig­in fram­leiðslu út af fram­leiðslu­stað, nú um það bil mánuði eft­ir að lög sem heim­ila slíka sölu tóku gildi hinn 1. júlí sl. Fram að því þurftu neyt­end­ur að fara í gegn­um ÁTVR til þess að kaupa vör­una.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

Lauf­ey seg­ir að um sé að ræða stórt skref í sögu mat­ar- og drykkj­ar­ferðamennsku hér á landi, sís­tækk­andi grein­ar sem Ísland geti loks tekið þátt í.

„Svo sann­ar­lega hef­ur þetta bætt mikið aðgengi ferðamanna, sem eru að heim­sækja brugg­hús víðsveg­ar um allt land, til þess að taka minja­gripi með sér heim. Þetta er mun skemmti­legra starfs­um­hverfi sem við erum hluti af núna.“

Bjór nú ferskvara

Lauf­ey nefn­ir að hand­verks­bjór flokk­ist nú sem ferskvara.

„Það að geta keypt bjór sem er bruggaður á staðnum, kannski fyr­ir ör­fá­um vik­um, kom­inn á flösk­ur í gær og seld­ur í dag. Þetta eru for­rétt­indi fyr­ir viðskipta­menn að geta keypt slíka vöru, eins og hún á eig­in­lega að smakk­ast,“ seg­ir Lauf­ey.

Hún seg­ir næsta slag­inn vera að áfeng­is­lög­gjöf­in verði end­ur­skoðuð með það fyr­ir aug­um að lækka áfeng­is­gjöld á smáfram­leiðend­ur.