Ný áfengislög styðja við íslenska framleiðslu og atvinnu

June 16, 20220

Greinin birtist áður á mbl.is

Lauf­ey Sif Lár­us­dótt­ir, einn eig­enda Ölverks og formaður Sam­taka Íslenskra hand­verks­brugg­húsa, seg­ir ný áfeng­is­lög vera mik­inn áfanga­sig­ur fyr­ir sam­tök­in. Bend­ir Lauf­ey Sif á að það, að heim­ila sölu áfeng­is beint frá fram­leiðslu­stað, sem og lækk­un áfeng­is­gjalda, hafi verið þau mál sem sam­tök­in hafi unnið að af krafti frá stofn­un þeirra árið 2018.

„Það er fyrst núna sem ís­lensk­um smáfram­leiðend­un­um gefst kost­ur á að þjón­usta og koma til móts við stækk­andi hóps ein­stak­linga sem koma til Íslands og stunda hér bjór­ferðamennsku,“ seg­ir hún og bæt­ir við að slík ferðamennska sé stækk­andi liður í ferðaþjón­ustu hér­lend­is.

Líti svo á að sala á hand­verks­bjór muni aukast

Aðspurð seg­ir hún að ný áfeng­is­lög þýði ekki að sala bjórs frá smáfram­leiðend­um muni minnka í Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins (ÁTVR) held­ur muni hún ef til vill frek­ar aukast.

„Við höf­um alltaf litið á það þannig að ef eitt­hvað þá muni sala á ís­lensk­um hand­verks­bjór, sem árið 2021 var ein­ung­is 2,8% í heild­ar­sölu bjórs í ÁTVR, aukast. Þetta eru brugg­hús víðs veg­ar um landið og eru oft­ast ekki mjög aðgengi­leg meg­inþorra þjóðar­inn­ar og stór­um hluta er­lendra ferðamanna. Fólk fer lang­ar leiðir í þessi brugg­hús til að kynn­ast þeirri menn­ingu sem er á hverj­um stað og því sem er að ger­ast í viðkom­andi brugg­húsi. Svo eft­ir ánægju­lega upp­lif­un og ánægju­lega kynn­ingu á viðkom­andi brugg­húsi, þá vilja þeir, og það hef­ur oft verið krafa um það, kaupa af fram­leiðslu­stað til að geta tekið með heim,“ seg­ir Lauf­ey Sif.

Lauf­ey seg­ir að þrátt fyr­ir að sam­tök­in fagni um­rædd­um breyt­ing­um á áfeng­is­lög­um, þá vilji þau ekki al­gjör­an glundroða í áfeng­is­mál­um hér á landi. ÁTVR sé ekki óvin­ur­inn. „Íslensk­ir áfeng­is­fram­leiðend­ur starfa eft­ir mjög skýr­um lag­aramma og það er ekki hver sem er sem get­ur opnað áfeng­is­fram­leiðslu­stað. Hér er mjög strangt eft­ir­lit með fram­leiðslu­stöðum og erum mjög stolt af því að geta staðið fyr­ir gæði, fag­mennsku og það ein­mitt að fram­leiða lítið magn.“

Fé­lags­menn sam­tak­anna mega vera stolt­ir

Hún seg­ir frum­varpið styðja við ís­lenska fram­leiðslu og inn­lenda at­vinnu­starf­semi sem hún tel­ur vera fagnaðarefni. Næst á dag­skrá er að fá áfeng­is­gjöld lækkuð.

„Það er eng­in glóra í því að í dag skuli áfeng­is­gjöld á bjór vera hærri en á létt­víni,“ seg­ir hún en hún tel­ur alla umræðu um lýðheilsu­sjón­ar­mið ekki eiga beint við bjór. „Hér spretta upp brugg­hús víðs veg­ar um landið sem ein­blína á ferskvöru­fram­leiðslu sem bjór er svo sann­ar­lega, sem og auðvitað lét­t­öls­fram­leiðsla sem er stækk­andi markaður. Þannig að þetta snýst ekki leng­ur um áfeng­is­magn, þetta snýst um gæði, bragð, fag­mennsku og fé­lags­menn í sam­tök­un­um mega vera stolt­ir af sínu fram­lagi til bjór­sögu og bjór­menn­ing­ar Íslands“.

Lauf­ey kveðst þakk­lát þeim sem hafa unnið hörðum hönd­um að því að fá frum­varpið samþykkt fyr­ir þingi, sem og öll­um þeim stuðnings­mönn­um sem ýttu und­ir um­rædd­ar breyt­ing­ar. Hún seg­ir að nú sé keflið hjá fram­kvæmda­vald­inu til að setja skýr­ar regl­ur um fram­kvæmd lag­anna, enda sé tím­inn mjög knapp­ur að sögn henn­ar. Lög­in taka gildi 1. júlí.

Afrakst­ur ára­langr­ar bar­áttu

Ólaf­ur Þor­valdz, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Ægis Brugg­hús, seg­ir að frum­varpið sé afrakst­ur ára­langr­ar bar­áttu áfeng­is­fram­leiðanda til að fá að selja vör­ur sín­ar af fram­leiðslu­stað beint til kúnn­anna. Hins veg­ar á eft­ir að koma í ljós hvernig fyr­ir­komu­lag­inu verði háttað og hvaða tak­mark­an­ir verða sett­ar á söl­una.

„Maður á eft­ir að sjá hvernig ráðherra leys­ir úr því að það sé búið að samþykkja lög­in, það er hvernig fyr­ir­komu­lagið verði með magn og annað slíkt, en það voru ein­hverj­ar tak­mark­an­ir á hversu mikið mætti selja hverj­um ein­stak­lingi“.

Hann kveðst hins veg­ar taka breyt­ing­un­um fagn­andi. „Það er búið að vera mikið bar­áttu­mál að fá að selja vör­urn­ar okk­ar beint til viðskipta­vina. Maður hlakk­ar bara til að sjá hvaða út­færsl­ur ráðherra ætl­ar að hafa á þessu; bæði hvernig söl­unni verði háttað og hvort sal­an verði tak­mörkuð að ein­hverju leyti, til dæm­is að hún verði bund­in við kynn­ingu á brugg­hús­inu,“ seg­ir hann.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *