Vissir þú að af öllum þeim löndum í Evrópu, og þeim EFTA löndum, sem eru aðilar að EES efnahagssamningnum þá eru það einungis aðildarríkin Ísland og Svíþjóð sem hafa ekki ennþá nýtt sér þá lagaheimild um ákveðinn afslátt af áfengisgjöldum til smáframleiðenda?
Fyrr í vikunni fór stjórn Íslenskra handverksbrugghúsa á fund með Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Íslands, þar sem farið var ítarlega yfir stöðu íslenskra handverksbrugghúsa í dag og hugmyndir kynntar varðandi viss úrræði í EES samningnum sem gerir ráð fyrir því að aðildarríkjum sé heimilt að veita smærri áfengisframleiðendum allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum.
Á meðfylgjandi á mynd frá fundinum eru þau Laufey Sif Lárusdóttir, ( formaður SÍHB ), Bjarni Benediktsson ( fjármála- og efnahagsráðherra Íslands ) & Haraldur Þorkelsson ( gjaldkeri SÍHB )